Skilmálar

Fjöruböðin / Pottarnir í fjörunni á Hauganesi eru rekin af félaginu Ektaböð ehf.
kt. 490922-0670

Ætlast er til að gestir greiði fyrir heimsóknina fyrirfram á vefnum fjorubodin.is. Greiðslan gildir fyrir einn dag og allan þann dag, miðar eru ekki endurgreiddir komist gestur ekki á pöntuðum degi. Gestir eru beðnir um að framvísa kvittun á staðnum. Ef gestur getur ekki nýtt sér greiddan miða á viðkomandi degi er heimilt að nýta hann á öðrum degi, hafi númer á kvittun ekki verið skráð áður.

Öll kaup á netinu þarf að greiða um leið og að fullu með kreditkorti. Allt verð á vefsíðunni er í íslenskum krónum og er virðisaukaskattur, ásamt öðrum sköttum og gjöldum, innifalinn. Við áskiljum okkur rétt til að breyta verði án fyrirvara.

Börn frá 12 ára aldri og önnur ósynd börn verða að vera í fylgd foreldra/forráðamanna (18 ára og eldri) og ekki fleiri en tvö á hvern fullorðinn. Ósynd börn þurfa að vera með handakúta (eru ekki á staðnum) og í umsjá forráðamanns allan tímann.

Fjöruböðin áskilja sér rétt til að meina um aðgang eða vísa úr pottunum hverjum þeim sem:

  • Sýnir af sér hegðun sem dregur úr öryggi eða ánægju annarra gesta að mati starfsfólks Fjörubaða.
  • Ógnar, ögrar, móðgar, eða lítillækkar aðra gesti eða starfsfólk með orðum eða athöfnum, eða sýnir hegðun sem truflar þá nauðsynlegu ró sem skal ríkja á staðnum.
  • Er undir áhrifum lyfja eða áfengis.

Búast má við því að hiti vatnsins í Fjöruböðunum sé á bilinu 38°-40°C. Vinsamlegast nýttu þér ekki áðurnefnda aðstöðu ef þú glímir við ástand, óþægindi eða líkamlegar hindranir sem valda því að það væri óráðlegt. Athugið að ef vaðið er í sjóinn þarf að sýna sérstaka aðgát þar sem kuldi getur haft mismunandi áhrif á líkamann, ekki skal dvelja í sjónum lengur en nokkrar mínútur í senn og gæta þarf sérstaklega að börn séu ekki í sjónum lengi þar sem þau geta oft ekki metið kuldann rétt. Í hafinu geta einnig verið oddhvassir náttúrulegir hlutir eins og skeljar og skeljabrot og bera Fjöruböðin enga ábyrgð á slysum sem þau geta valdið, heldur eru alfarið á ábyrgð gesta.

Öll nýting aðstöðunnar er á þína eigin ábyrgð og við biðjum þig vinsamlegast að umgangast svæðið af virðingu og taka upp allt rusl og taka með þér aftur eða setja í viðeigandi ílát á staðnum.

Gæludýr eru ekki leyfð á pottasvæðinu.

Reykingar eru bannaðar á pottasvæðinu og gestir eru beðnir um að taka tillit til hvors annars og barna sem eru á svæðinu. Virða skal persónulega friðhelgi annarra gesta meðan á dvöl stendur og forðast að gefa frá sér eða valda hávaða eða hegða sér á þann hátt að það geti truflað aðra gesti. Ef til kemur skal fylgja fyrirmælum starfsfólks í hvívetna hvað þetta varðar eða eiga annars á hættu að vera vísað af svæðinu.

Allar myndatökur, eða annars konar upptökur skulu aðeins vera til einkanota og má ekki nota í neinum markaðslegum tilgangi án leyfis. Hafa skal í huga persónulega friðhelgi annara gesta þegar að kemur myndatöku og forðast skal að mynda aðra gesti, ef sá hinn sami hefur ekki veitt skýrt samþykki til þess. Myndataka og önnur upptaka er með öllu óheimil í búningsklefum Fjörubaðana. Hver sá sem reynir að nota myndavél af einhverjum toga í búningsklefa verður fjarlægður af staðnum og gæti athæfið leitt til ákæru.

Hent getur að Fjöruböðin, eða aðrir aðilar sem hafa til þess leyfi, standi fyrir myndatökum eða upptökum á staðnum þar sem gestir gætu sést. Gestum mun verða tilkynnt um það ef slíkar tökur eru í gangi. Með því að koma á svæðið eftir að hafa verið tilkynnt um tökur af þessu tagi telst þú hafa gefið leyfi fyrir tökunum fyrir þitt leyti. Enn fremur telst þú hafa gefið Fjöruböðunum og öðrum aðilum sem hafa til þess leyfi, heimild til að nýta myndir úr tökunum hvenær sem er í hvers kyns markaðs- og kynningarefni eða auglýsingar, á hvaða formi eða miðli sem er. Einnig telst þú hafa samþykkt að höfundarréttur og annar áskilinn réttur, hvíli hjá Fjöruböðunum eða þeim aðila sem hafði hlotið leyfi í því tilfelli. Vinsamlegast láttu viðeigandi vita ef þú vilt ekki veita samþykki fyrir þitt leyti.

Fjöruböðin kappkosta að hafa alla aðstöðu og þjónustu í boði fyrir gesti á auglýstum afgreiðslutímum. Þrátt fyrir það áskilja Fjöruböðin sér rétt til að loka aðstöðunni, eða hluta hennar, af öryggisástæðum eða af öðru tilefni, hvort sem færi gefst á að tilkynna það fyrirfram eður ei. Komi til slíkra lokana munu Fjöruböðin bjóða gestum að fá aðgangseyri endurgreiddan ef gestur sér fram á að miðinn nýtist ekki síðar, og skal það teljast fullar bætur.

Gestir Fjörubaða eru á eigin ábyrgð í pottunum.

Fjöruböðin bera ekki ábyrgð á tjóni, skemmdum, þjófnaði eða rangfærslu á persónulegum munum gesta. Til persónulega muna teljast, en eru ekki takmarkaðir við, gleraugu, skartgripi, síma og stoðtæki. Einnig mælum við eindregið með því að koma ekki með verðmæta eða viðkvæma muni í pottana. Auk þess bera Fjöruböðin ekki ábyrgð á vatnstjóni sem getur orðið á persónulegum munum á svæðinu.

Hált yfirborð getur myndast á blautum svæðum. Mjög mikilvægt að fara varlega öllum stundum. Gestir eru á sinni eigin ábyrgð og slys geta gerst ef ekki er farið gætilega.

Öllum gestum ber skylda að klæðast sundfötum í pottunum.

 

0
    0
    Karfa / Your Cart
    Karfan þín er tóm / Your cart is emptyAftur í verslun / Return to Shop