Fjöruböðin – Heitu pottarnir

Litla sjávarþorpið Hauganes komst nýverið á kortið sem baðstaður Íslands en er sennilega ennþá best geymda leyndarmálið á landinu.

Fjaran og strandlengjan í Sandvík sunnan við Hauganes hefur verið leikvöllur þorpsbúa í áraraðir. Það er eina sandströndin sem snýr í suður á öllu Norðurlandi. Fjaran er grunn langt fram í sjó, jafnvel á flóði, þannig að á sólríkum dögum nær sólin að hita sjóinn þannig að  hann verður þægilega kaldur að synda í, þú getur varla ímyndað þér að þú sért að baða þig í Norður-Atlantshafi!

Heita vatnið var tekið í notkun í þorpinu á tíunda áratug síðustu aldar og síðan þá hefur umfram heitt vatn flætt fram í sjó og búið til þessar kjöraðstæður. Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi Ektafisks á Hauganesi setti nokkra potta í flæðarmálið fyrir nokkrum árum og þegar sú fiskisaga flaug hversu notalegur og dásamlegur þessi staður var, fylltist fjaran af fólki bæði Íslendingum og erlendum gestum. Nú eru þrír pottar í fjörunni ásamt stórum heitavatnsbáti sem er sívinsæll, ásamt aðstöðu til fataskipta og sturtum.

Það eru metnaðarfull markmið um uppbyggingu á þessum frábæra stað sem gerir fleirum kleift að njóta lífsins á Hauganesi í framtíðinni.

Athugið að pottarnir loka kl. 20 en eftir það rennur kalt vatn í þá. Ekki er heimilt að vera lengur í þeim nema láta vita fyrirfram og skrá ábyrgðaraðila.

Allir gestir eru á eigin ábyrgð og engin ábyrgð er tekin á lausamunum á svæðinu. Myndavélakerfi er á svæðinu en engin gæsla.

0
    0
    Karfa / Your Cart
    Karfan þín er tóm / Your cart is emptyAftur í verslun / Return to Shop